miðvikudagur, 8. júní 2005

Opinberri heimsókn Ljenzherrans af Kaffisterkt til Affríku er senn að ljúka. Síðustu mínútunum ver hann á netkaffi á alþjóðaflugvellinum í Nairobi og bíður þess að úr hátalarakerfinu hljómi tilkynning á bjagaðri ensku, þess efnis að ganga megi um borð í flug AQ 1002 til Lundúna.
Eftir þriggja vikna dvöl kveður Ljenzherrann þessa ágætu heimsálfu með tárum. Brosandi arabar, röndóttir hestar, er ekki tilveran stórkostleg?

Engin ummæli: