fimmtudagur, 26. maí 2005

Ljenzherrann situr nú sveittur í funheitu internetkafje þar sem stolt eigandans, fjórar handónýtar tölvur standa á bleikum hillum. Fyrir utan gluggann er líflegur markaðurinn í Aswan þar sem egypskir sölumenn gera sitt allrabesta til að pranga hinum ýmsu hlutum inn á gesti og gangandi. Allt frá "Dieseel" tískufatnaði til nautakjöts hoggnu beint af nýslátruðum og lafandi skrokknum eftir óskum hvers og eins. Allir vilja vera Ljenzherrans vinir, og bjóða honum sjerstakt verð á papýrus og guðalíkneskjum hoggnum í grjót.
Helstu samkomustaðir egypta virðast vera umferðareyjur, en á þeim hafa yfirvöld komið fyrir bekkjum innan um hæfilegt magn af virðulegu andliti Hosnís Múbaraks. Eitt kveldið varð Ljenzherrann meira að segja vitni að brúðkaupsveizlu í miðju eins fjölfarnasta hringtorgsins í Giza og sjerhver bílstjóri sem átti leið hjá lagði sitt að mörkum til að gera atburðinn sem hátíðlegastan með því að þeyta bílhorn sitt. Ljenzherrann gerðsist sjerstakur ljósmyndari þessa brúðkaups en brúðhjónin og nánustu ættingjar þeirra stilltu sjer sjerstaklega upp svo Ljenzherrann gæti tekið af þeim mynd.
Pistillinn verður eigi lengri að sinni.
Slútt með sjerdeilis virðing
Ljenzherrann af Kaffisterkt

Engin ummæli: