sunnudagur, 15. maí 2005

Ljenzherrann mun á morgun halda í heimsreisu. London, Kairó, Alexandría, Luxor, Mombasa, Nairobi.

Þar sem Ljenzherrann bætti dulítið á sig í síðastliðnum prófum er hann örlítið hræddur um það að hann verði ekki nógu spengilegur þegar hann mun díva sjer til sunds í Indlandshafinu. Sennilega þarf hann þó engar áhyggjur að hafa af frjálslegu holdarfari sínu, því ræpa og gegndarlaus niðurgangur ku vera eitthvað sem ferðamenn á þessum slóðum geta gengið að vísu og þá ætti Ljenzherrann að verða fljótt aftur hinn spengilegasti.

Tjeð ræpa pípandi og títtnefndur niðugangur hafa ollið samferðamönnum Ljenzherrans miklu hugarangri og hafa flestir leitað til læknis og látið skrifa upp á "stoppara" svokallaða. Ljenzherrann blæs hinsvegar á allt slíkt fum og fát og fór þess í stað bara sísona í næstu nýlenduvöruverzlun og keypti sjer nokkra pakka af Maizena sósujafnara. Fyrst ein matskeið getur breytt heilum potti af lapþunnu ketsoði í hnausþykka og lystuga brúna sósu hljóta, tvær skeiðar af þessu töfradufti að duga til að bjarga Ljenzherrans brók.


Engin ummæli: