fimmtudagur, 28. apríl 2005

Nýju fötin Ljenzherrans
Ljenzherrann hefir sett í gang nýtízkuáætlun og hyggst tízkuvæðast. Fyrsta skrefið í þeirri áætlan var að afla sjer upplýsinga um það hvað teldist töff. Ljenzherrann las sjer til um það að stuttermabolir af Puma-gerð þættu móðins svo og nankinsbuxur (cowbojbukser á dönsku) Diesel.


Fór Ljenzherrann því í verzlunarleiðangur í Kringluna. Og keypti sjer díselgallabuxur og þvottekta púmabol fyrir hálft kýrverð.

Svo flýtti Ljenzherann sjer spenntur heim á leið að máta nýju, fínu fötin sín. Nema hvað, þegar Ljenzherrann er að spegla sig, sér hann að hann hafði keypt köttinn í sekknum. Myndarlegi maðurinn (hann sjálfur sko..) sem igldi sig á móti honum í speglinum var sko allsendis ekki í Púmabol!!! Þessir seytján eymingjar höfðu greinilega álitið hann eitthvað annarsflokks sveitahyski og prangað inn á hann dýrum dómum handónýtri grænlenskri eftirlíkingu; "amuq"!!!

Engin ummæli: