mánudagur, 25. apríl 2005

Nú þegar fimm dagar eru í fyrsta próf og flest bóhemsvínin austanmegin við Suðurgötuna búin að flatmaga um tveggja vikna skeið í upplestrarfríi er Ljenzherrann af Kaffisterkt enn að hamast í botnlausum hópverkefnum .

Öllum þessum verkefnum skal fylgja myndarleg skýrsla, og aum er sú skýrsla sem ekki inniheldur lokaorð af einu eða öðru tagi. Einhverra hluta vegna kemur það alltaf í hlut Ljenzherrann að matreiða innihaldslaust froðusnakk í lokaorðin, og var hann rjett í þessu að ljúka við ein slík í námskeiðinu ,,Vega og flugbrautargerð"

Hér kemur sýnishorn:
...Að verkefni þessu loknu erum við orðin meðvitaðri um þá miklu vinnu sem liggur að baki vegakerfinu og hve vel þarf að vanda til verks. Varla er til beygja svo víð að hún hafi ekki radíus, eða ræsi svo mjótt að það innihaldi ekki gat, af einu eða öðru tagi. Ber samt að gæta þess vel að gatið sé jafnlangt ræsinu, svo vatnið komist örugglega alla leiðina í gegn.
Reykjavík, 25. apríl 2005
____________________
Ljenzherrann af Kaffisterkt

Engin ummæli: