sunnudagur, 24. apríl 2005

Ljenzherrann sjer eftir því að hafa birt síðustu færslu. Með henni virðist hann opnað fyrir flóðgátt manna sem hringja í hann í tíma og ótíma og virðast sannfærðir um það að Ljenzherranum langi til að heyra allt um það hvernig þeim gangi á klósettinu. Aumingjans Ljenzherranum verður svo um og ó við að heyra þessi ósköp að hann fellur í hálfgerðan trans. Og á meðan Ljenzherrann stendur stjarfur með símtólið límt við undirmeðvitundina óma í gegnum ljósvakann sögur um það að hinn eða þessi hafi upplifað sig eftir óhóflegt hrökkbrauðsát sem ísvélina í Álfheimaísbúðinni.

Engin ummæli: