föstudagur, 29. apríl 2005

Heiðursorða hins gyllta vínarbrauðs
Það urðu uppi undur og stórmerki í Björnsbakaíi núna áðan. Maður við miðjan aldur, og með hatt, gekk þaðan út með heilt fransbrauð niðurskorið, en hann hafði komið þangað inn blásaklaus í þeim erindum að verzla sjer hálft normanbrauð. Þegar maðurinn hafði yfirgefið bakaríið var sú innanbúðarmærin, er hafði prangað þessu inn á hann, tolleruð þrisvar af starfsystrum sínum og henni tilkynnt að þær myndu allt sem í þeirra valdi stæði til að Björn bakari kæmi til hennar persónulega og klappaði henni á kollinn fyrir vel unnin störf. Sumar pískruðu um það að hún myndi jafnvel hljóta heiðursorðu hins gyllta vínarbrauðs, en það þætti Ljenzherranum nú kanske helst til langt gengið.

Engin ummæli: