þriðjudagur, 4. janúar 2005

Ljenzherrann hefir oft velt því fyrir sjer hvort að nöfn hafi áhrif á persónuleikann. Ljenzherrann er á því máli og oft hefur hann hugsað með sjer að hinn eða þessi sje alger Gústaf eða alveg týpískur Jafet. Berglindir eru yfirleitt hinar mestu myndarstúlkur, Arar eru oftar en ekki með stór eyru og sjaldgæfur er sá Sigurður sem ekki er kallaður Siggi.

Sæll Ljenzherra, ég heiti Ari
-Ha? Ari? Þú? Nei góurinn.... ekki með þessi eyru...
Hvað áttu við?
-það eru allir Arar með stór eyru, skiluru?
Aha...

Að sama skapi má álykta að fangamarkið hafi einnig sín áhrif á persónuleikann. Ljenzherrans nafn skammstafast AHA og er þá kanski skýringin komin hvers vegna persónuleika hans er best lýst sem blöndu af sænskri popphljómsveit og manni sem er vel með á nótunum (er duglegur að segja "aha.." þegar verið er að tala við hann)

Engin ummæli: