föstudagur, 17. desember 2004

Ljenzherrann af Kaffisterkt leggur stund á páfagaukalærdóm.

Eitt próf eftir! Baráttan er sem betur fer senn á enda, það er innan við sólarhringur þar til að Ljenzherrann getur farið að flatmaga.

Fyrst þarf hann þó að taka próf í eftirfarandi:

Varpanir á tvinntalnasléttunni. Fáguð föll. Veldisvísisfallið, lograr, rætur og horn. Cauchy-setningin og Cauchy-formúlan. Samleitni í jöfnum mæli. Veldaraðir. Laurent-raðir. Leifareikningur. Hagnýtingar á tvinnfallagreiningu í straumfræði. Venjulegar afleiðujöfnur og afleiðujöfnuhneppi. Línulegar afleiðujöfnur með fastastuðlum. Ýmsar aðferðir til að reikna út sérlausnir. Green-föll fyrir upphafsgildisverkefni. Línuleg afleiðujöfnuhneppi. Veldisvísisfylkið. Flæði og fasamyndir. Ólínuleg afleiðujöfnuhneppi í sléttu, jafnvægispunktar, stöðugleiki og línulegar nálganir. Veldaraðalausnir og aðferð Frobeniusar. Laplace-ummyndun og notkun hennar við lausn á afleiðujöfnum.

Sko! þetta er bara næstum búið!

Engin ummæli: