mánudagur, 15. nóvember 2004Um síðustu helgi brá Ljenzherrann sjer bæjarleið og klæddi sig upp í sitt fínasta púss. Ferðinni var haldið í miðbæ Reykjavíkur, að sýna sig og sjá aðra. Það vakti þó hjá honum nokkra gremju er hann varð var við að almenningur í Reykjavík virtist klæða sig ákaflega púkalega, eða ,,púkó" eins og ungafólkið myndi segja.

Sjálfur var Ljenzherrann klæddur stígvjelum og með leðurhjálm, en slíkt þykir tízka í London. Ljenzherrann var ákaflega stoltur af nýju fötunum sínum og í múnderingunni stikaði lárviðarskáldið um strætin og skeggræddi heimsmálin við sjálfan sig. Við hvert skref sem hann tók uxu þó áhyggjur hans ungviðinu. Nokkrir pörupiltar gerðu aukinheldur hróp að Ljenzherranum en til allrar hamingju hafði Ljenzherrann stafinn sinn með sjer og gat því hirt þá krakkagemlinga sem verst ljetu. Að flengingunum loknum bauð hann þeim að japla á ,,werthers orginal" meðan hann uppfræddi þá með dæmisögum af honum Kurteisa-Pjetri, sem hann skáldaði upp jafnóðum.


,,Svona myndi Kurteisi-Pjetur ekki gera, hann breytir rjett!!!"

Sagði Ljenzherrann við börnin og ekki var laust við að það birti upp í þeirra litlu kollum. Aðdáunin óx í augum þeirra við hvert skipti sem Kurteisi-Pjetur afsakaði sig eða tók ofan fyrir fínum frúm. Öll þeirra vildu vera Kurteisi-Pjetur, hann var nú orðin hetjan þeirra.

Kurteisi-Pjetur getur kanske ekki flogið eða lamið vonda kalla, en hann er ákaflega kurteis.

Engin ummæli: