mánudagur, 8. nóvember 2004Ísland, litla Ísland
Ljenzherranum þykir stundum gaman að bera saman (skítugur í framan) dálkana með innlendu frjettunum og þeim erlenduá mbl.is. Þetta er svona svipuð stemning og að bera saman blaðsíðunar "höfuðborgarsvæðið" og "landið" í prentaða mogganum. Við skulum halda okkur við mbl.is og bera saman innlendu og erlendu frjettadálkan og birta nokkrar frjettafyrirsagnir sem voru í sömu línu í sömu línu. Þær ættu því að vera svipað mikilvægar(innan síns grunnmengis).

Handteknir á stolnum bíl-----Tvíkynhneygður fjöldamorðingi með drottnunaráráttu

Úrkomulítið norðaustanlands-----Sprenging við Íslamskan skóla í Hollandi

Sveitarstjórar á sunnanverðum Vestfjörðum og ströndum ræða sameiningu-----Lögregla í Írak réðist á uppreisnarmenn

Hvalreki í Kelduhverfi-----Sjálfsvíg hugsanleg orsök lestarslyss í Englandi

Engin ummæli: