sunnudagur, 21. nóvember 2004

Ljenzherrann mun frá og með deginum í dag halda því staðfastlega fram að hann komi úr framtíðinni, nánar tiltekið frá árinu 2432.

Að sjálfsögðu hefir þetta í för með sjer að talverðra breytinga verður að vænta í atferli og klæðnaði hjá kappanum. Mun hann einungis mæla á framandi tungumáli sem hann hefir búið til sjálfur, fórna gangstjettarhellum í von um hlýnandi veðurfar og síðast en ekki síst pakka sjálfum sjer, ökutæki sínu, innanstokksmunum og kærustu inn í álpappír. Mun hið síðastnefnda ef til vill veita nokkra mótspyrnu.


Engin ummæli: