mánudagur, 1. nóvember 2004


Ljenzherrann hefir nú smíðað sjerstaka vjel sem er þeirrar náttúru gædd að skrá niður hugsanir þess sem hún er tengd við. Í stað þess að sitja sveittur við lyklaborðið og pikka getur Ljenzherrann sett upp hettu elektróníska og streymir þá stafasúpan fyrirhafnarlítið á tölvuskjáinn. Á meðan starir Ljenzherrann ámátlega út í loftið, líkt og kýr sem verið er að mjólka.

Vjelin er einnig fær um að taka ljósmyndir af því sem að fer fram í Ljenzherrans heilahvelum og koma hjer nokkrar slíkar, teknar með fimm mínútna millibili.

Engin ummæli: