miðvikudagur, 24. nóvember 2004

Ljenzherrann er búinn að velta jarlinum af Shaftesbury dulítið fyrir sjer. Í frjettinni hjer að neðan kemur fram að þetta sje sjerlundaður kall á sínum efri árum sem leggur stund á lítið annað en kvennafar á sólarströndum. Við fyrsta lestur hljómar þetta ákaflega fyndið, og sumir gætu jafnvel átt það til að slá sjer á lær og kalla ,,Já! það var lóðið!!" en við frekari ígrundun komst Ljenzherrann að eftirfandi niðurstöðu.

Svona hljómaði frjettin:
Franska lögreglan hefur hafi rannsókn á hvarfi litskrúðugs 66 ára ensks aristókrata, jarlsins af Shaftesbury, sem varið hefur tíma sínum undanfarin ár að mestu til gjálífis á frönsku ríverunni.

Svona ætti hún að hljóma:
Franska lögreglan er hissa yfir því hve langt er liðið síðan hún hafði síðast afskipti af 66 ára gamalli enskri fyllibyttu sem hefur verið óþreytandi við að angra ungar stúlkur á frönsku riveríunni undanfarin ár. Kallinn er snargeðveikur og svarar engum nema hann sje titlaður jarl.

Að öllum líkindum er þessi ,,glaumgosi" lítið annað en einmana gamalmenni sem reynir að fylla upp í innantómt líf sitt með því að drekka sig pissfullan og klæmast við stúlkur sem voru ekki einusinni fæddar þegar hann hafði getuna til að fullnægja þeim. Sumar þessara stúlkna telja ef til vill að peningar færi þeim hamingju og bjóða jarlinum hinn vangann í stað þess að löðrunga hann og strunsa í burtu. Að lokum hljóta báðir aðilar að vakna til vitundar. Stúlkurnar uppgötva að þessir peningar eru of dýru verði keyptir og að þeir baki þeim meiri vanlíðan en ánægju. Jarlinn dembir sjer í meðferð og síðan í klaustur heilags Benedikts, þar sem hann er ef til vill núna.

Engin ummæli: