þriðjudagur, 12. október 2004

Ævintýrið í skólpdælustöðinni- seinni hluti
Ljenzherrann hjelt reisn sinni í korter, eða þangað til að skolpdælumennirnir uppgötvuðu hvað Ljenzherrann hafði gert við þeirra ástkæra badmintonbolta. Ljenzherrann reyndi að komast undan, hann benti ofan í klóakið og öskraði :”neisko, gullfiskur!!” og tók síðan til fótanna. "Nei, hákarlar!!!" öskraði einn maðurinn og krækti krók, sem hann hafði í staðinn fyrir hendi, í axlarböndin á Ljenzherranum. Ljenzherrann reyndi að hlaupa hvað hann gat, en teygjan í axlarböndunum skaut honum beint aftur í fangið á klóakmönnunum.Ljenzherranum var því næst snúið á hvolf og látinn hanga yfir klóakpittinum. Klóakmennirnir gerðu hróp að Ljenzherranum og hótuðu að dæla honum lengst út í sjó.

“Ég skal láta ykkur fá annan badmintonbolta!!” bergmálaði ofan úr pittinum.

“Alveg satt!!! Úr ekta gæsafiðri!!!” Bætti Ljenzherrann við og var hífður aftur upp.

“Og lofarðu þessu?” Öskrar einn klóakmaðurinn og steppar reiðilega með staurfætinum sínum.

“Já já já ég lofa!!!”

“upp á æru og trú??” sagði maðurinn með krókinn og smellti honum sundur og saman fyrir framan andlitið á Ljenzherranum

“já já já upp á æru og trú!!!”

“Tíu fingur upp til guðs?????” Öskrar einn þeirra sem berst við að halda krókódíl sem hann er með í bandi í skefjum.

“ellefu ef ég ætti þá!!!”

“hvítan kross á magann og engin lygaramerki tekin með???” sagði enn einn meðan hann lyfti upp leppnum og sýndi Ljenzherranum inn í bera augntóftina.

“já já já engin lygaramerki!!!!”

“Sleppið honum strákar!!” öskar maðurinn með krókódílinn. “Þú slappst naumlega lagsmaður harrrrr. En ef þú verður ekki búinn að sturta niður tveim badmintonkúlum fyrir hádegi á morgun þá... þá sendi ég hann krókó pókó hjerna í sundferð og læt hann bíta í rassinn á þjer næst þegar þú ferð á klósettið harrr harrr harrr harrr(stórkallalegur hlátur)”

“Já og sturtaðu líka niður nokkrum blöðum um heimili og innanhússarkítektúr” öskraði eineygði maðurinn með leppinn, "mjer finnst nefnilega gaman að hafa fínt í kringum mig"

“Og helltu líka daglega einum brúsa af nýju Palmólive-sápunni ofan í klósettið, ég þoli ekki lyktina hjerna niðri!!!” Öskraði sá staurfætti og otaði ryðguðum hníf að Ljenzherranum.

“Badmintonkúla, sápa og tímarit, eitthvað fleira herramenn?” spyr Ljenzherrann.

“Nei, þá erum við bara nokkuð góðir” svaraði gaurinn með krókódílinn.

“Jarðaberja!!!!” öskrar maðurinn með staurfótinn skyndilega.

“Jarðaberja....????” svarar Ljenzherrann

“Palmólive.... jarðaberja ef hún er til, mjer finnst jarðaberjalykt nefnilega svo góð” sagði maðurinn og tvísteig aðeins í staurfótinn.

“Já jarðaberja, það eru allir vitlausir í þetta jarðaberja” Svarar Ljenzeherrann brosandi og rjettir fram þumalinn.


Ljenzherrann hefir ákveðið að slútta þessari frásögn af haustferðinni hjer. Þetta er komið út í algert rugl.

Engin ummæli: