föstudagur, 29. október 2004

Upploginn hvunndagsbasi
Þar sem að síðasta færsla þótti heldur súr mun Ljenzherrann nú títra ljenið sitt aftur að jafngildispúnkti með römmum og upplognum hvunndagsbasa (og tilheyrandi daufri sýru).

Hvað segist fólk??? það er flöskudagur!!!
Var ekkert svo viss um að þessi dagur yrði góður í morgun þegar ég vaknaði, en hingað til hefur hann bara verið fínn og menn að standa sig í að mæta ferskir í tíma. Verð samt að játa það að menn voru svolítið þungir framúr í morgun og voru næstum komnir í ruglið, en um leið súrmjólkin og seriósið skall í skálinni fóru menn að hressast og ferskleikinn fór að færast yfir menn og þeir jafnvel farnir að lesa skrýtlurnar í Fréttablaðinu. Tær snilld þessi pondus, hvernig dettur honum þetta allt í hug.

Það er svo fyndið að ég nenni aldrei að smyrja nesti þegar ég er búinn að borða, verð alltaf að smyrja áður en að ég borða, en þá er ég alltaf svo svangur. Svo nenna menn sjaldnast að éta nestarann sinn, leggjast frekar í pizzuát í sjoppunni. Volg lumma með peppsvepp er bara snilld og er að freista manns meira en gamla samlokan með ski og o (þýðing: skinku og osti). Pælið í því, það þurfti virkilega að finna upp samlokuna, snilld, einu sinni var bara hægt að borða eina brauðsneið í einu en ekki tvær. Þá var kanski ekki einusinni hægt að fá sér brauðsneið með ski og o því það var ekki heldur búið að finna það upp heldur bara brauðsneið með annað hvort ski eða o. Kanski að ski og o hafi ekki orðið til fyrr en eftir að samlokurnar urðu til og einhverjum ungum og töff datt í hug að taka brauðsneið sem mamma hans smurði með með ski og setja ofan á brauðsneið með o. Þannig var hann kanski að gera venjulega nestið sitt töff, því samlokur hafa sennilega verið heitasta heitt þegar þær urðu til. Talandi um heitar samlokur, það þurfti auðvitað að finna það upp líka. Ekkert mál að vera uppfinningamaður í gamladaga, ef ég hefði fæðst fyrir 150 árum væri ég þokkalega moldríkur núna, sem væri snilld.

En vá, ég er farinn að steypa tóma þvælu, búinn að missa mig í eitthvað samlokuflipp!

Á leiðinni í skólann heyrði ég svo lagið með Keane sem að er alltaf á popptíví, hvað eru eiginlega margir í þessari hljómsveit? djók En allavega.. nett lag... ...ég fjekk það á heilann og var að söngla það í skólanum í allan dag og fólk var að spyrja afhverju menn væru svona hressir. Ég er mikið að spá í því að kaupa mér nýjasta diskinn þeirra, þeir eru að fá mikla spilun í útvarpinu og maður verður að fylgjast vel með svona hlutum til að vera ekki alveg úti að aka. Öll lögin sem að ég hef heyrt eru bara mjög fín og menn eru að fíla þau almennt virkilega vel. Quote: Ég held að þeir geti jafnvel orðið jafn vinsælir og Coldplay. Stór orð, en ég stend við þau!

Hvað er svo eiginlega málið með þessa kennara? Hættið þessu! Kennsla er stálið en verkfall er kálið!

Annars eru menn í svakalegri lærdómstörn núna og mestur tíminn fer í lestur og komin smá þreyta í menn.. Annars er mikil tilhlökkun í gangi fyrir kvöldið menn ætla að taka sér smá pásu frá bókunum og skella sér í vísó, góður stemmari fyrir vísó í kvöld hjá strákunum. Maður má samt ekki enda í ruglinu en verða menn nú ekki að fá sér öllara eða tvo??? Myndirnar koma á myndasíðuna. En hvað segiði skvís and gæs, góíng tú vís.... ....ó? komment á botninn takk.

Engin ummæli: