fimmtudagur, 30. september 2004

Lögreglan bankaði í gær upp á hjá Ljenzherranum af Kaffisterkt og spurði hvort að það væri rjett að hann hefði myrt lífeyrisráðgjafa með banana. Ljenzherrann, sem hafði verið í baði, kom til dyra í baðslopp og þegar lögregluþjónninn hafði lokið máli sínu dró Ljenzherrann pípu upp úr vasa sínum og bljes nokkrar sápukúlur

Lögreglumaðurinn klemmdi saman á sjer augun á meðan sápukúlurnar sprungu framan í honum og endurtók síðan spurninguna.

“myrtir þú lífeyris og tryggingaráðgjafa með banana!! svaraðu mjer!!”

Ljenzherrann bljes öðrum skammti af sápukúlum framan í hann. Lögreglumaðurinn afvopnaði Ljenzherrann og skellti honum í járn.

Ljenzherranum hefir sjaldan leiðst í bíltúr, og þá enn síður ef að hann er í þægilegum klæðnaði. Bíltúrinn endaði fyrir framan lögreglustöðina og þakkaði Ljenzherrann kærlega fyrir sig. Síðan átti að teyma hann inn til yfirheyrslu. Sem betur fer voru fáir á ferli á Hverfisgötunni því septembergolan feykti upp sloppnum og Ljenzherrans blygðun blakti í vindinum. Það leið samstundis yfir tvær fínar frúr úr Kiwanishreyfingunni og til að afstýra frekara uppistandi gripu lögregluþjónarnir til þess ráðs að skýla millifótakonfektinu með kaskeitum sínum. Ljenzherrann hafði gaman af öllu saman og hefði klappað ef að hann hefði ekki verið handjárnaður fyrir aftan bak.

Það var svo ekki fyrr en að fylkingin var komin inn sem að lögreglumennirnir settu aftur upp húfurnar og þá fór Ljenzerrann fyrst að hlæja. Hann hafði nefnilega sett smá glaðning í þá húfuna sem skýldi gerðarlegum afturendanum.

Ljenzherranum var umsvifalaust hent inn í skítugan klefa. Ljenzherrann spókar sig örlítið um á sloppnum sínum en tekur síðan eftir því að í klefanum á móti sitja þrír herramenn sem voru allir í bláum buxum, rauðri peysu, með svört gleraugu og með derhúfur á höfði.

Ljenzherrann kallar til þeirra og spyr hvað þeir hafi gert af sjer til að enda á þessum stað. orsprakki þeirra, sem kynnir sig sem 176-354-187, segir að þeir hafi ætlað að grafa göng undir Seðlabankann, en beygt í vitlausa átt og óvart komið upp í garðinum við Hegningarhúsið á Skólavörðustíg.

“En hvað gerðir þú? “-spyr 176-354-187

-“Þeir segja að ég hafi drepið einhvern lífeyris og líftryggingamann”

“skaustu hann?” spyr 176-298-639, sem skyndilega fjekk áhuga á samræðunum.

-“Nei, ég á að hafa drepið hann með banana” svarar Ljenzherrann.

“ha? var hann með bráðaofnæmi fyrir banönum?” spyr 176-354-187

“USS USS!” hvæsir 176-894-126, sem hingað til hefir haldið sig til hljes, “þegiði, verðirnir eru að koma!”“Bíddu, hvern voruði að setja inn í klefa fimm?”spyr Lási lögga

-“Varstu ekki búinn að heyra um þennan Ljenzherra af Kaffisterkt?”

“Já maður! Ég las það á síðunni hans í gær að hann hefði drepið tryggingaráðgjafa með banana!”

-"Já við skelltum honum í fjögur, en svo er ekkja tryggingaráðgjafans víst bara alveg himinlifandi með alltsaman..."

"Núúú??"

-"Já, hann var víst svo vel líftryggður"

“Já, heppin hún, en hversu klikk þarf maður eiginlega að vera til að drepa einhvern með banana?”

-“Frekar klikkaður, enda samkjaftar hann ekki við Bjarnabófana”

“Bíddu... Bjarnabófana????...”

-“Já, eineggja þríburarnir í klefa fjögur

“Heyrðu já, þeir eru ekki til er það?”

-“Nei, ekki nema í Andrjesblöðunum”

“Já djöfull er hann ruglaður.”

Engin ummæli: