laugardagur, 25. september 2004

Af gárungunum


Hann Konráð er fyrsta flokks gárungur og lumar á ævinlega skrítlu

Hinn ágæti fljótabátur "Lagarfljótsormurinn" hefir oft verið mili tannanna á gárungunum. Ýmis vandkvæði hafa komið upp varðandi rekstur hans, til dæmis þarf hann að hafa gildandi haffærnisskírteini til þess að mega sigla með farþega á fljótinu. Gárungarnir fóru hins vegar að velta því fyrir sjer hvort að "Lagarfljótsormurinn" ætti ekki frekar að fá fljótfærnisskírteini og þá hló Austurland að Glettingi.

Engin ummæli: