þriðjudagur, 10. ágúst 2004

Stundum þarf ekki mikið til að gleðja Ljenzherrann. Í gær var hann á leið til vinnu í trukknum sínum þegar honum varð litið til hliðar. Við Ljenzherranum blasti hörundsdökkur maður af stærri gerðinni sem var ákaflega snyrtilega til fara. Hann var á pínulitlu reiðhjóli sem hann stje af það miklum móð að öklarnir hurfu í eina hringiðu. Hjólið var svo lítið að stýrið var í kjöltunni á honum og hnjen mynduðu skemmtilegt ,,V.” Í framan var maðurinn nokkuð fýldur, enda líklega orðinn of seinn á mikilvægan fund ef marka má það offors sem hann stje fákinn með.

Var Ljenzherrann nærri búinn að keyra út af við þessa sjón. Lýkur hjer af Ljenzherranum að segja.

Engin ummæli: