miðvikudagur, 11. ágúst 2004

Mikið er nú fallegt veður úti, hugsaði Ljenzherrann með sjer og var ánægður, enda gengur honum alltaf betur að læra ef hann er með fallegt útsýni út um gluggann.

Nei, Ljenzherrann er búinn að fá sig fullsaddann á þeim stælum í veðurguðunum að demba yfir landið góðu veðri þegar hann þarf að vera að bókaormast. Það var heldur ekki að ástæðulausu sem að Ljenzherrann keypti sjer forláta Nissan Patrol árgerð 1986. Hann brúkar hann nefnilega sem fyrirslátt þegar hann heimsækir hverja bílapartasöluna á fætur annarri í leit að hlutum í sína sjerstöku veðurbreytingavjel sem hann er að smíða með mikilli leynd.

,,Já góðan daginn, ég ætla að fá hjá þjer rúðuþurrkumótor í Nissan Patron 1986 og róteindahraðal
,, Ég á engan róteindahraðal” Sagt með önugri röddu
,,Erðanú bílapartasala!! þú getur bara átt þinn rúðuþurrkumótor!!”

Sje Ljenzherrann aftur á móti spurður hví hann hafi keypt þessa bifreið reygir hann sig upp eins og stoltur hani og svarar hann því til kokhraustur að það sje vitað mál að kvenfólk æsist upp í rjettu hlutfalli við sílendrafjölda, þyngd og það magn af eldsneyti sem ökutækið sje fært um að brenna á sem stystri vegalegnd. Patrolinn vegi á þriðja tonn og sje sex sílendra botnlaus olíuhákur. Ljenzherrann verður síðan eilítið íbyggnari á svipinn og segir að þetta sje farið að spyrjast út, stúlkur ókunnugar sjeu farnar að hringja í sig, jafnvel frá fjarlægum löndum. Hefja þær samtalið á að kynna sig kurteisislega og viðra síðan hugmyndir sínar þess efnis að hitta Ljenzherrann á afviknum stöðum, jafnvel í ökutækinu sjálfu, til mökunar eða annarra kynferðislegra athafna.

Viðmælendur Ljenzherrann hlæja þá stórkallalegum hlátri, eins og þykir kurteisi þegar tveir kallar hittast og segja bósasögur af sjálfum sjer. Ljenzherrann kreppir hnefana og hlær með. Undir niðri hugsar Ljenzherrann viðmælendum sínum þegjandi þörfina ásamt því að velta fyrir sjer hinum ýmsu hlutum sinnar sjerstöku veðurbreytingarvjelar.

Engin ummæli: