föstudagur, 16. júlí 2004

Ljenzherrann lá á grúfu í dívani sínum í gærkveldi og grjet örlög heimsins. Við þessa iðju hlýddi hann á Hallelúja, lag Leonards Cohen í angurværum flutningi Jeffs nokkurs Buckley.
 
Í textanum segir:
 I heard there was a secret chord,
That David played and it pleased The Lord.
But you don't really care
for music, do you?
 
Og Ljenzherrann fór að hugsa. Og hann spurði sjálfan sig hver ætli þessi töfrahljómur sje?
Það myndi ekki hæfa slíkri mannvitsbrekku sem Ljenzherranum að komast ekki að niðurstöðu í slíkum ráðgátum, enda stökk Ljenzherrann á fætur og öskraði:
"AHÁ!!! Það er G-sus!!!!!!" 

Engin ummæli: