þriðjudagur, 29. júní 2004

Í hvert skipti sem stúlka hringir í Kavaljerinn og falast eftir því að koma í “kurteisisheimsókn” til hans heyrir hún fyrst rumið og stunið í símtólið, og svo loks brakar röddin því út úr sjer að stúlkan megi koma eftir klukkutíma.

En hvað táknar eiginlega þessi Kavaljerski klukkutími? Varla er það það að Kavaljerinn af Kölnarvatni þurfi að þrífa sig hressilega því að það er alkunna að hann eyðir flestum sínum frístundum í freyðibaði. Eins getur það varla verið að hann noti þennan tíma til að kukla upp í sjer náttúruna því eins og alkunna er er náttúran í í kauða slík að jafnvel Affríka fölnar í samanburði.

Hver er þá ástæðan fyrir þessum klukkutíma? Klukkistund er einmitt sá tími sem það tekur að fíra almennilega upp í lavalömpunum.

Engin ummæli: