sunnudagur, 6. júní 2004

Í dag var frábær dagur fyrir Reykvísku vísitölufjölskylduna. Sjómannadagshalarófa niðri á höfn, garðar voru slegnir, hundar viðraðir, jeppar bónaðir og um kvöldmatarleytið hurfu öll betri hverfi í reykjarmökk er stoltir fjölskyldufeður steiktu yfir opnum eldi ýmsar skepnur er til þess voru aldar.

Engin ummæli: