laugardagur, 15. maí 2004

Ljenzherrann hóf störf í gær og alltaf kemur það honum jafn mikið á óvart, hve ólíkar þær eru kaffistofurnar í háskólanum og Ístaki. Á síðarnefnda staðnum þykir það kumpánleg kveðja að spyrja menn hvurnig þeir sjeu í‘onum. Ljenzherrann reyndi eftir megni að gerast dús og ákvað því að heilsa kumpánlega að hætti innfæddra. Það gekk hinsvegar ekki betur en svo að sá fyrsti sem Ljenzherrann spyr þessarar spurningar snjeri hann niður í gólfið og settist ofan á hann. Skegg er greinilega ekki óyggjandi vísbending um kyn.

Ljenzherrann mátti þakka sínum sæla fyrir það trukkalessan hefði ekki kramið hann með krumlum sínum gríðarlegum, en hún brúkar að sögn fróðra manna enga felgulykla þegar það springur á trukknum hennar.

Guði sje lof að Ljenzherrann var ekki búinn að viðra það við hana að honum vantaði bassa í karlakórinn sinn.

Engin ummæli: