laugardagur, 10. apríl 2004

Uppskrift að hinu fullkomna kveldi:

Það sem til þarf er:
Einn holdakjúklingur
krydd ýmisskonar
ein kærasta/kærasti
fjötrar
þriðji aðili

Framkvæmd
Sveltið kærustuna/kærastann í þrjá til fjóra daga, þá heldur meira en minna. Þegar viðkomandi er á barmi sturlunar vegna hungurs skaltu stinga kjúklingi í ofninn, krydduðum með ýmsu vellyktandi góðgæti svo sem salvíu, dill, engifer, kóríander eða timian.

Þegar lyktin af grilluðu hænsninu er farin að æra ykkur, skuluð þið hringja í þriðja aðila og fá hann til að líta við. Þegar skíthopparinn er tilbúinn ber að taka hann úr ofninum og kæla hann niður í neyzluhitastig. Á meðan er upplagt að hreinsa vel og rækilega 1,2 fermetra gólfflöt hið minnsta.

Nú ætti þriðji aðili að vera kominn, leggðu kjúklinginn í heilu lagi á miðjan gólfflötinn ásamt girnilegu meðlæti. Bittu hendur þinnar heittelskuðu fyrir aftan bak og fáðu þriðja aðila til að gera slíkt hið sama við þig.

Þriðja aðila er nú þakkað fyrir veitta þjónustu og hann beðinn um að hypja sig hið snarasta.

Nú er ykkur skötuhjúunum ekkert að vanbúnaði með að eiga rómantískan kvöldverð og um að gera að ráðast á kræsingarnar, ekki er þó ráðlegt að hafa kerti á “borðinu”, og passið ykkur bara að detta ekki á trýnið.

Verði ykkur að góðu
Kveðja, Ljenzherrann af Kaffisterkt.

Engin ummæli: