laugardagur, 17. apríl 2004

Minningargrein um góðan fjelaga. (varúð! inniheldur menntahroka og fjóra stærðfræðibrandara)
Ljenzherrann er nú hvorki heill nje hálfur maður, hann hefir misst sinn bezta fjelaga, reiknivjelina sína. Reiknivjel þessi var af gerðinni Casio fx82 og var keypt í Menntaskólanum í Reykjavík fyrir 2 ríxdali sem Ljenzherrann hafði aflað hjá Thomsen kaupmanni með því veðsetja ömmu sína.

Nú hefur reiknivjelinni hinsvegar verið stolið og er sennilega orðinn gullgæs í fíkniefnaheiminum þar sem hægt er að fá “e” með því að ýta á þrjá takka ( 1, mode og ln ), ekki það að Ljenzherrann mæli með slíku.

Þar sem Ljenzherrann er námsmaður fátækur getur hann ekki leyft sjer margt. Þar sem Casiofx82 er með endemum sparneytin á batteríin skemmti Ljenzherrann við það í stað þess að fara í bíó að taka cosinus eða náttúrulegan lógaritma af ýmsum hlutum. Ljenzherrann stundaði það til dæmis á síðkvöldum að taka kósínus af sjálfum sjer, og skila sjer svo til baka að viðbættum tveim píum. Varð þá glatt í kotinu.

Gripur þessi ljet aldrei deigan síga og kvartaði sjaldan, ef frá er talið ef Ljenzherrann reyndi að deila með núlli.

Reiknivjel þessi fylgdi Ljenzherranum í gegnum allan menntaskólann og eru slíkar vjelar bæði einkennis og sameingartákn verkfræði og raunvísindastúdenta útskrifuðum frá Menntaskólanum í Reykjavík. Er stigs munur á þeim og öðrum stúdentum, en standi MR-ingar frammi fyrir flókinni lexíu draga þeir fram litlu penu Casio fx82 og leysa dæmið, en hafi aðrir stúdentar ekki “súper-dúper”-reiknivjelar af stærstu og fullkomnustu gerð við höndina kalla þeir angistarlega á mæður sínar sjer til halds og trausts. Eru MRingarnir stoltir af yfirburðum sínum og hittast leynilega einu sinni í viku og deila. Geta þá orðið mikil læti.

Ekki nóg með að Ljenzherrann hafi nú verið rekinn úr þessum fjelagsskap heldur eru vorprófin handan við hornið og því úr vöndu að ráða.

Sje einhvur góðhjartaður lesandi aflögufær um Casio fx82 reiknivjel, sem hann tímir að gefa Ljenzherranum, er hann vinsamlegast beðinn um að tilkynna slíkt í tölvupósti eða hella upp á könnuna hjer að neðan.

Að launum mun Ljenzherrann af Kaffisterkt rita um þennan öðling slíka lofgjörð að nafni hans/hennar mun verða haldið á lofti meðan landið helst í byggð. Sem dæmi um lofgjarðir má nefna Ljenzherrans umfjöllun um Andakílsá, sem er afar góð á.

Engin ummæli: