miðvikudagur, 28. apríl 2004

Ljenzherrans faðir heldur stundum miklar ræður þar sem hann rifjar upp minningar um æsku sína og kryddar með því hve allir sjeu miklir eymingjar í dag.

Í einum af þessum ræðum greindi hann frá því að hafa fengið flís í augað þegar hann var sex ára.

Þá var sko ekkert anað út á slysó í neinu bríeríi”
-"hvað? varstu þá bara með flísina í auganu í mörg ár?"
-"Nei, hann afi greip utanum andlitið á mjer og sleikti flísina úr auganu, þá kunni fólk nú að redda sjer!! en ekki kvartandi og kveinandi alltaf hreint..."


Ljenzherrann er ekki viss um að hann hefði komist sæmilega til manns ef hann hefði upplifað eitthvað þessu líkt.

Engin ummæli: