sunnudagur, 18. apríl 2004

Ljenzherrann ritar nú bæjarferðarkroniku hina fyrstu.
Ljenzherrann af kaffisterkt braut nú loforð sem hann hafði sjálfum sjer gefið með því að bregða sjer út af galeiðunni, en hann hafði ætlað sjer að vera góðtemplari fram yfir prófin. Hóf hann ferðina á árshátíð ÍTR en eins og þeirra er von og vísa var þar von á hagstæðum kynjahlutföllum og druslulegum klæðnaði.

Stóð samkundan undir væntingum hvað fegurð kvenþjóðarinnar varðaði, en var döpur að öðru leiti. Aldurssamsetningin var heldur frjálsleg. Ljenzherrannn getur varla gert það upp við sig hvort honum þyki fyndið eða dapurt að sjá ofurölvað fólk í eldri kantinum tjúttandi við Geirfuglana.

Það var ekki fyrr en Geirfuglarnir tóku að spila fjörugan polka sem það lifnaði yfir Ljenzherranum, en hann hefir aldrei verið þekktur fyrir að fúlsa við góðum polka.

Lagið gjörðist æsifengnara eftir því sem á leið, alltaf hertist á taktinum, og Ljenzherrann fylgdi með. Var fólk farið að safnast í kringum Ljenzherrann og dást að því hvurnig hann skók útlimi sína til og frá í takt við hljómfallið. Voru tilburðirnir slíkir að þeir ógnuðu flestum lögmálum um tíma og rúm og þegar lagið náði hápunktinum gerðist Ljenzherrann svo æstur að hann grýtti glasinu sem hann hjelt á afturfyrir sig. Vildi þó ekki betur en svo að glasið sveif í fallegum boga og fór beint ofan í konu sem stóð fyrir aftan Ljenzherrann og gapti af hrifningu yfir tilburðum hans á gólfinu.

Það var ekki fyrr en lagið var búið sem Ljenzherrann tók eftir havaríinu fyrir aftan sig, en greyið konan var að kafna. Öllum þeim sem reyndu að hjálpa henni henti hún í burtu því hún vildi ekki fyrir nokkurn mun missa af þessari tignarlegu sjón, sem Ljenzherrann var.

Gekk hvorki nje rak við að ná glasinu upp úr kellingargreyinu, þar til Ljenzherrann kom til skjalana. Hann þuklaði háls hennar í leit að glasinu og tók svo hárnákvæmt kúngfúkaratehögg á barkakýlið. Við þetta brotnaði glasið og Ljenzherrann greip því næst um ökla konunnar, sneri henni á hvolf og hristi úr henni glerbrotin.

Að þessu loknu bauð hann henni upp í dans og saman svifu þau um gólfið, sem í draumi.

Engin ummæli: