miðvikudagur, 24. mars 2004Það þykir nú mikil tízka, eins og sannast hjá dándispiltunum Gunnari Páli og Önundi, að fjalla um gulbröndóttan kött, er komið hefir sjer haganlega fyrir í andyrri þjóðarbókhlöðunar.

Kötturinn atarna hangir á Þjóðarbókhlöðunni lon og don, á daginn gætir hann velsæmis í andyrrinu, á milli þess sem hann stelst í "nestið" sitt, en á næturnar eltir hann uppi stöku mús, sem rambað hefir inn á safnið.

Telja má líklegt að jafnvel þó köttur þessi væri eigi geltur, væri hann ekki frjór þar sem hans helsta tómstundargaman er að sitja í hinum mestu makindum ofan á loftræstigrind nokkurri, og láta heitt loftið streyma um sig allra heilagasta. Þegar helgidómurinn er orðinn hæfilega þurr og hlýr, færir hann sig um set, upp í nærstadda plöntu og tekur að sleikja glóðvolgan punginn á sjer. Særir hann þannig blygðunarkennd margra, en gjörir aðra öfundsjúka, sakir liðleika og frábærra eiginleika til að veita sjálfum sjer unað, án alls tepruskapar.

Mannfólkið er ekki jafn liðugt og tjeður köttur og vilji þeir njóta að nokkru sama viðurgjörnings verða mennirnir að gera samning sjer á milli um að veita hvorum öðrum "munngælur" svokallaðar. Samningagerð þessi þekkist jafnt á milli einstaklinga af gagnsæðum kynjum, sem og innan sama kyns. Ólíkt köttum fara munngælur þessar fara þó yfirleitt ekki fram á obinberum vettvangi, enda eigi einsmanns uppátæki,

Þeir sem agnúast út í þetta uppátæki kattarins verða því að bíta í það súra epli að öll dýr, sem á annað borð hafa liðleikann til að bera, sleikja á sjer klofið. Og það sem "Homo sapiens" skortir upp á í liðleika, bætir hann með fjelagslegum þroska og samningagerð.

P.S.
Ljenzherrann hefir reyndar heyrt af manni sem ku hafa verið köttur í fyrra lífi, og gengur hann oftast með hálsól og bjöllu því til sönnunnar.

Engin ummæli: