miðvikudagur, 3. mars 2004

Ljenzherrann þiggur ráð af dökkhærðum manni og kavaljer.
Ljenzherrann brá sjer eitt sinn á kaffihús, bað þar um kaffisterkt framreitt í Depa-máli og hræru sömu tegundar til að tryggja góða iðu. En það eina sem kallinn fjekk var stór undrunarsvipur. Til að losa greyið þjóninn við undrunarsvipinn neyddist Ljenzherrann til að gefa honum á lúðurinn og þegar Ljenzherrann hafði innt það samvizkusamlega af hendi pantaði hann sjer bjór og fjekk sjer sæti.

Við borðið sat einnig dökkhærður maður og kavaljer sem hafði þá fyrr um kveldið gætt sjer á mun fleiri ölkrúsum en honum var hollt. Kavaljerinn leit yfir staðinn reikulum augum og hafði ýmsar athafnir á orði varðandi þær kvenkyns verur er báru honum fyrir sjónir. Eins og þeirra er háttur sem súpið hafa mikið, ræddi Kavaljerinn fjálglega um afrek sín á kynferðissviðinu og deildi með Ljenzherranum leyndarmálum sínum um það hvurnig mætti fá jafnvel hið þurrasta freðklof til að arga af fryggð. Bað hann Ljenzherrann einnig um að veita þessari sposku í vinstra horninu sjerstaka athygli, en með henni sagðist Kavaljerinn gera sjer vingott og það reglulega .

Ljenzherrann snjeri höfði sínu í leit að þeirri sposku en við honum blasti værðarlegur eldri maður sem tottaði pípu, allt í einu datt pípann úr honum og hann tók að stara með furðusvip til Ljenzherrans. Ljenzherrann kímdi ámátlega, snerti hattbarð sitt og sneri sjer aftur að borði sínu.

Þá varð Ljenzherranum ljóst hví pípan vildi eigi tolla uppi í kalli því Kavaljerinn var búinn að setja sig í stellingar og var að reyna að seiða þann gamla með augnaráðinu einu saman. Ljenzherrann gerði sjer í beinu framhaldi upp erindi í annan bæjarhluta, hann þyrfti að fara fyrir halarófu í Hafnarfirði og óskaði Kavaljernum góðs gengis með veiðarnar. Kavaljerinn sagðist eigi þurfa slíkra óska við, því hann kynni að galdra fram eggjahljóðið í þessari púddu, hún vildi bara láta ganga aðeins á eftir sjer og ef að það væri eitthvað sem Kavaljerinn hefði til að bera þá væri það ómæld þolinmæði.

Ljenzherrann gekk út og það síðasta sem hann sá var að sá gamli var að troða í pípu sína og Kavaljerinn var farinn að dansa.

Engin ummæli: