mánudagur, 1. mars 2004

Í gær rak Ljenzherrann augun í sykurhúðaða bleikan viðbjóð á Skjá-einum sem bar nafnið "Trista and Ryan´s wedding".
Spáir Ljenzherrann því að ísát pipraðra íslenskra kvenmanna (ÍPÍK) hafi farið í sögulegt hámark á meðan.

Athöfn þessi hefði verið með öðru og breyttu sniði hefði Ljenzherrann gefið brúðhjónin saman. Óvíst er hvort að þau hefðu sætt sig við þóknunina sem hann setur upp, en fyrir ómak af þessu tagi fer hann fram á fyrstu nóttina með hinni nýgiftu brúði.

Engin ummæli: