mánudagur, 8. mars 2004

Frá áramótum hefir Ljenzherrann af Kaffisterkt hefir stundað vísindaferðirnar af stakri samviskusemi. Jafnvel þó að kappinn hafi ekki farið í vísindaferð síðasta föstudag varð hann samt þunnur á laugardagsmorgninum, sennilegast af gömlum vana..

Við erum komin inn í líkama Ljenzherrans og búin að tengja okkur inn á taugakerfið, fjarskiptanetið sem heilinn brúkar til að skipa undirsætum sínum fyrir. Heilinn er í hinum mestu makindum við að hafa ofan af fyrir sjer með því sem við köllum drauma þegar kyrrðin er rofin. (Heili Eyru þýðir að eyrun sjeu að kalla á heilann)

Klukkan 8:00 að morgni laugardagsins 6. mars.
Heili eyru, vekjaraklukkan er komin í gang.
Eyru heili, það er móttekið
Hendi heili heyrðu... það er ennþá skata í honum, ætlarðu að fálma út í loftið og slá á langa takkann á vekjaraklukkunni og velta Ljenzherranum á hina hliðina takk
Heili hendi, slá á langa takkann og snúa, skalgert.
Eyru heili, í varðstöðu
Heili eyru, í varðstöðu já.
Lifur heili, hvert er áfengismagnið í blóðinu?
Heili lifur, í sögulegu lágmarki herra, núll prómill herra!
Lifur heili, það getur ekki verið, það er laugardagur, mælitækin hljóta að vera biluð athugaðu aftur!!!
Heili nýru, hvernig er staðan hjá ykkur?
Nýru heili, engin niðurbrotsefni úr áfengi herra.
Magi heili, settu í gang pínu, hann hlýtur að vera þunnur, það er laugardagur, við tökum enga sjensa!!!
Heili magi, magapína komin af stað.

Tilkynning, tilkynning þetta er heilinn sem talar, öll líffæri eiga að fara í þynnkuham, eg endurtek, öll líffæri að fara í þynnkuham!!

Munnur heili, ertu ekki örugglega þurr og fullur af óbragði?
Heili munnur, er að vinna í því
Munnur heili, já fljótur, og þykka og góða skán á tunguna

Tilkynning tilkynning, heili lækkar afkastagetu niður í 50% skv. vinnureglum 1276 um þynnku, öll líffæri eru beðin að sýna þolinmæði á meðan ástandinu stendur.

Höfuð heili, hausverk takk, framarlega, við ennið ef þú getur.
Heili höfuð, geri hvað ég get.

Kl 8:10
Heili eyru, vekjaraklukkan er aftur komin af stað
Eyru heili, vekjaraklukka komin af stað takk
Hendi heili, ætlarðu að slá á litla takkann lengst til hægri á vekjaraklukkunni, nudda augun og reisa Ljenzherrann upp.
Heili hendi, geri það
Augu heili, undirbúið ykkur undir að verða nudduð
Hendi-heili, búinn að nudda augun herra.
Augu heili, opna takk
Heili augu, opnum herra
Þvagblaðra heili, hver er staðan á þjer, þarftu að fara að losa?
Heili þvagblaðra, það væri ágætt takk
Þvagblaðra heili, þá sendi ég hann á klósettið

Tilkynning tilkynning, salernisferð yfirvofandi, mannið viðeigandi stöðvar. Og hendur... í guðanna bænum vandið ykkur við að miða!!

Heili getnaðarlimur, herra! það er komið babb í bátinn herra! Ljenzherrann er með morgunstandara!!!
Getnaðarlimur heili, þú hefur hálfa mínútu til að láta þig skreppa saman, þá opna ég fyrir hlandið!!
Heili getnaðarlimur, það er of lítill tími!! þá fer allt út um allt herra, ég er í stökustu vandræðum, þú verður að hjálpa mjer!
Getnaðarlimur heili, feitur og ógeðslegur karlmaður í kjól að raka á sjer loðnar lappirnar.
Heili getnaðarlimur, takk fyrir herra, ég er tilbúinn herra.
Þvagblaðra heili, opna fyrir lokurnar!!!
Augu heili, bunan er of langt til hægri herra.
Hendur heili, til vinstri strákar!! til vinstri!!
Augu heili, núna er bunan of nálægt Ljenzherranum, hún verður að vera lengri.
Getnaðarlimur heili, Pamela Anderson.
Heili getnaðarlimur, noh!!!
Augu heili, þetta er fínt svona, haldið þessari stefnu.
Augu heili, þrýstingurinn á bununni er að minnka, þú verður að hífa tittlinginn meira!!
Getnaðarlimur heili, Beoncie Knowles!!
Heili getnaðarlimur, úlla-la!!
Augu heili, fínt svona.
Þvagblaðra heili, ég er að kreista úr mjer síðustu dropana herra.... ég er búinn herra.
Heili hendur, hrista piltar, og pakkið honum í brókina.

Og þannig fór um sjóferð þá.

Engin ummæli: