þriðjudagur, 24. febrúar 2004

Ljenzherrann hefir nú sagt skötunni stríð á hendur, en þannig eru mál með vexti að hún angrar hann allan liðlangan daginn er hann verst í vökum við að halda sjer vakandi yfir bókunum, en svo um kvöldið þá lætur hún ekki sjá sig.

Þá liggur Ljenzherrann á grúfu, bölvandi og ragnandi, opnar gluggann svo hún eigi auðveldara með að komast inn og skríða undir sængina til hans.

Skatan er tækifærissinni, um nætur hefir hún nóg að eta, Ljenzherrann geymir hún sjer til þess að hafa eitthvað að smjatta á yfir daginn. Þá læðist hún aftan að honum, þar sem hann iðkar reiknikúnstir sínar í fjelagi við þá sínus og kósínus og sogar úr honum alla meðvitund. Þetta er skelfileg skepna við að eiga og nú þykir Ljenzherranum nóg komið og setur hann því hnefann í borðið.

Ljenzherrann hefir því gefið frá sjer eftirfarandi yfirlýsingu:
"Kæra skata, vjer munum gera ráð fyrir þjer klukkan 23:00 í kvöld, hunsir þú boð þetta munum vjer steikja úr þjer fiskabollur og stífa upp á þjer halann og brúka sem göngustaf.

Með Kveðju
Ljenzherrann af Kaffisterkt
"

Engin ummæli: