mánudagur, 16. febrúar 2004

Ljenzherrann er sem stendur á bólakafi í fúlu feni skilaverkefna. Hvað gerir hann þá? Tekur hann "atorkupillu" og rumpar þessu af?

Nei, hann hellir sjer ofan í ÍST-1 staðalinn um staðlaðar pappírsstærðir en fáir hlutir eru námi hans jafn óviðkomandi og einmitt þessi staðall. En aftur á móti fann hann þar þessa gullnu setningu:

"Eins og töfrasproti geta staðalstærðir pappírs opnað dyr ótal möguleika til einföldunar og hagræðingar"

Noh!!! Eins og töfrasproti!!!

Engin ummæli: