þriðjudagur, 3. febrúar 2004

Haltur leiðir blindan.
Ljenzherrann af Kaffisterkt hefir gerst umboðsmaður "Ofvirka trúbadorsins" og hefir tekið að sjer að kynna umheiminum fyrir þeim dásemdum sem hann hefir uppá að bjóða.

Ljenzherrann kynnir stoltur lag Megasar, "Ragnheiði Biskupsdóttur" í flutningi "Ofvirka trúbadorsins"

Smellið hjer til að hlýða á "Ofvirka trúbadorinn"

Er það mál manna að það eitt að hlýða á trúbador þennan jafnist á við forskot á himnaríkissæluna. Það upplifelsi er "ofvirki trúbadorinn" gælir við hljóðhimnurnar er líkt og að svífa á skýi, unaðurinn slíkur er.

Ofvirki trúbadorinn tekur að sjer að skemmta í veislum, afmælum og jarðarförum.

"Enn eitt tilefnið til að vera ekki heyrnarlaus" ÓHG Mbl

Engin ummæli: