miðvikudagur, 4. febrúar 2004

Frjettirnar eru eigi oft tilefni til blaðskellinga, en svo var í gær. Sá stormur fer nú um vatnsglasið að hvorki forsetinn nje utanríkisráðherrann sátu ríkisráðsfund nokkurn sem haldinn var í tilefni 100 ára afmælis heimastjórnarinnar. Ljenzherrann telur fýlu þessa rjettmæta enda munar um tvo menn þegar blásið skal á eitthundrað kerti.

Það sem Ljenzherranum fannst hinsvegar fyndið var það þegar frjettamaður tók Guðna Ágústson tali, en þá borgar sig nú yfirleitt að sperra eyrun. Frjettamaður spyr Guðna hvað honum finnist um fjarveru forsetans, Guðni segir hana vera hið versta mál. Svo spyr frjettamaður hvort að utanríkisráðherra hafi ekki einnig verið fjarverandi.

-"Hann er erlendis í mikilvægum erindagjörðum"
-"Fór hann ekki á skíði?" spyr frjettamaður
Guðni ranghvolfir augunum í eins og hálfa sekúndu og bætir svo við
-"Það er hollt fyrir líkamann"

Þegar Ljenzherrann heyrði þetta rúllaði hann úr hægindi sínu sakir hláturs.

Engin ummæli: