laugardagur, 14. febrúar 2004

Eru það óumflýjanleg örlög ungra pilta að freista þess, í skugga ungs aldurs og heimsku, að útbúa sjer flugdreka úr innkaupapoka og snærisspotta?

Ljenzherrann er sem stendur rotinn sem púra, sum sje rotinpúrulegur. Fór hann út af galeiðunni í gær og hóf leikinn í vísindaferð, þaðan var haldið á Pravda. Á Pravda var einungis eitt klósett fyrir allan skarann, en hinu hafði verið lokað vegna skort á rafsegulbylgjum (ljósi). Með lyklakippu sína að vopni braust Ljenzherrann inn í lokaða klósettið og komst þar að raunum um að illmögulegt sje að míga í myrkri og gæta fyllsta hreinlætis í senn.

Ljenzherrann greip til þess ráðs að reyna kerfisbundið fyrir sjer uns hann heyrði rjett hljóð, og fylgdi því svo eftir. Er hann kom út úr myrkrakompunni beið þar fyrir utan forvitin stúlka, hrinti Ljenzherrann henni inn, skellti duglega á eftir og hjelt aftur fram að dansa "kónga".

Var Ljenzherrann meistari þessa dans og í krafti embættis síns leiddi hann lestina vítt og breitt um borgina.

Engin ummæli: