þriðjudagur, 27. janúar 2004

Ljenzherrann hefir ákveðnar hugmyndir um það hvernig bæta megi umferðarmenninguna hjerlendis. Leggur hann til að einungis verði leyfðir hjerlendis tveir litir af bílum og ennfremur að tveim ökutækjum í sama lit megi eigi leggja hlið við hlið, því slíkt myndi stefna þjóðaröryggi og hagsmunum einstaklinga í hættu.

Eins þætti Ljenzherranum ánægjulegt ef að í einn klukkutíma á degi hverjum yrðu hörð viðurlög við því að aka öðruvísi en afturábak, slíkt myndi setja skemmtilegan svip á borgarlífið og gæða það stórborgarbrag.

Engin ummæli: