mánudagur, 29. desember 2003

Varðandi afmælisgjafir handa sjerstökum kærustum.
Ljenzherrann þekkir af eigin raun þá pínu sem fylgir því að þurfa að finna slíkar gjafir og er þess nú fús að gefa nokkur ráð sem gera lukku hjá stúlkunum. Sú gjöf þarf að innahalda einhvern þann hlut er undirstrikar bæði í senn mikilvægi þess að það þau ár sem liðin eru frá fæðingu viðkomandi einstaklings standi nákvæmlega á heilli tölu og þann hug sem maður ber til hennar.

Ljenzherrann veit sem er að konur hafa af því unun umfram annað að snyrta sig og hafa sig til fyrir karlmenn, það er þeirra ballskák og þeirra póker. Slíkt myndu þær aðhafast heilu og hálfu dagana ef að þær hefðu ekki fleiri áhugamál svo sem húsverk og eldamennsku.

Ljenzherranum þykir liggja beinast við að gefa sinni heittelskuðu eitthvað sem einfaldar henni störf sín eða veitir henni gleði. Ef hún á spánýja kústa og tuskur frá síðustu jólum, þá er um að gera að gefa henni snyrtivörur.

Hvort sem að til stendur að gefa frúnni tuskur eða snyrtivörur í afmælisgjöf eru Rekstrarvörur svarið. Þar fást kústar og skúringarvörur í úrvali, jafnvel heilu vagnarnir sem hún getur fyllt af kústum, tuskum og hreinsiefnum og dregið með sjer um húsið eins og blómálfur um blómstrandi engi. Hún getur skúrað, skrúbbað og bónað eins og hana lystir. Í Rekstrarvörum færðu jafnvel skilti sem vara við því að gólfin sem hún hefur unun af því að þrífa sjeu hál af bleytu.

Einnig er snyrtivörudeild í gósenlandinu og þar fæst handáburður í tíulítra dúnkum. Óráðsía in mesta er að gefa henni allan handáburðinn í einu, það er um gera að umhella yfir í minni flöskur. Einn einasti brúsi gæti dugað yður í allar jóla og afmælisgjafir handa þinni heittelskuðu í mörg ár.

Viljið þjer ljetta undir með konunni? –Gefið henni þá “Lotus professional” salernisrúlluhaldara á brúðkaupsafmælinu, hann tekur tvær rúllur í einu.

Langar yður út að hitta fjelagana? Sóðið þá bara dulega út, konan verður spennt og ánægð og mun una sjer svo vel við að þrífa að hún tekur ekkert eptir því að þjer sjeuð farnir.

Komst konan að því að þjer sofið hjá ritaranum? –Gefið henni þá hálfan líter af handaáburði og hún ljómar af kæti.

Engin ummæli: