fimmtudagur, 4. desember 2003

Oft má hafa mikið gaman af sekkjarpípuleik.

Ljenzherrann puðar nú við hinar ýmsu reiknikúnstir, meðal annars tegrar hann hornaföll, beitir ræðgerandi innsetningum, leysir slembnar diffurjöfnur, rannsakar geometrískar summur, reiknar normalstreitur, finnur höfuðásastefnur, setur upp vörpunarfylki, deilir með Kroneckersdeltunni, leysir bíharmonísku jöfnuna, uppfyllir randskilyrði, metur plastískar formbreytingar í elastískum, einsleitum og ísótrópískum efnum; skilgreinir tvívítt spennuástand, reiknar snúning stjarfhlutar, lærir um þvingaðar sveilfur, pælir í orkuvarðveislu, stillir oxunar/afoxunarhvörf, metur afkastagetu búfferlausna, andar að sjer kjörgasi, reiknar hvarfhraða, finnur emperískar efnaformúlur, vinnur að stefnumótun, spáir í markaði og spáaðferðir, skipuleggur framleiðslu, gerir ársreikninga og fjárfestingarútreikningarit, framkvæmir línulega bestun og síðast en ekki síst er hann heillaður af hinum mannlega þætti framleiðslu, öðlingurinn atarna.

Til að allt geti gengið upp þarf Ljenzherrann einhverja góða minnistækni, svo sem að gera góðar glósur.

Engin ummæli: