þriðjudagur, 2. desember 2003

Ljenzherrann af Kaffisterkt hittir Will Oldham/Bonnie Prince Billy.Ljenzherrann minnist þess er hann fór eitt sinn á tónleika með fjelaga sínum. Fjelaginn hefði hringt og tilkynnt að Will Oldham væri að spila á Gauknum og hvort að við ættum ekki að skella okkur.
Þessa tilkynningu tónaði hann sem hinn æruprýddasti prestur þannig að Ljenzherrann þorði ekki fyrir sitt litla líf að viðurkenna að eigi kannaðist hann við kauða og hjelt það væru sennilega bara kjánar sem ekki vissu deili á Will þessum Oldham. Ljenzherrann vildi ekki vera kjáni og sagði því auðvitað eins og sjávarguð” nújæja... bara Will Oldham í bænum, maður verður nú að fara að kíkja á kallinn, kíkja á kantinn ha???...”

Það varð því úr að við fórum á Gaukinn að berja goðið augum. Við mættum í fyrri kantinum, hressa kantinum, þannig að upphitunarbandið var að stíga á stokk og sjaldan hefir jafn merkum hljóðhimnum og Ljenzherrans verið gerður annar eins ósómi og með þessu góli.

Hrökkluðust geyin út af sviðinu eftir að glerbrotum hafði rignt yfir þau í stórum stíl. Í kjölfar þessa var prúðbúnum manni fleygt út fyrir þær sakir að það hefði sjest til hans senda þennan glaðning upp á sviðið. Fjekk Ljenzherrann fría ölkollu fyrir að hafa látið dyraverðina vita.

Er Ljenzherrann stóð við barinn og gerði sjer bjórinn að góðu skaust upp hringstigann óhrjálegur og horaður kall. Durtur þessi var ákaflega illa til hafður og hafði eigi snyrt hár sitt nje skegg svo vikum skipti. Þar sem að Ljenzherranum er yfirleitt illa við að umgangast ógeðslegt fólk flýði hann í fússi þegar hann sá leppalúða nálgast og hjelt í sjer andanum á meðan þeir mættust, og í talsverðan tíma á eftir, svona til öryggis.

Ljenzherrann kom sjer fyrir í öruggri fjarlægð, viðbúinn því að þurfa þá og þegar að halda niður í sjer andanum og hörfa með skjótum hætti en það kom þó ekki að sök þar sem að gerpið greip sjer bjór og skaust aftur þangað sem það hafði komið. Ljenzherrann gekk að stiganum og leitaði leiða til að innsigla opið eða tryggja það kauði, eða eitthvað þaðan af verra, kæmist upp og færi að angra almennilega menn.

Ekki fann hann neina leið til að innsigla stigann þannig að hann hrópaði niður nokkur fúkyrði og ljet þar við sitja. Korteri seinna sóðalegi maðurinn kominn upp á svið með gítarinn sinn og farinn að heilla viðstadda upp úr skónum, meira að segja Ljenzherrann.

Engin ummæli: