miðvikudagur, 12. nóvember 2003

Stormur í rassgasi.
Ah.. nú er eg nýseztur í glóðvolgt sæti hjer í bókhlöðunni sem að einhver hefir hitað af einskærri góðmennsku, vitandi að minn endi er æðstur óæðri enda.

Vjer erum einstaklega hamingjusamir í dag. Ástæðan er einföld....

Vjer fórum í Hjeðinshúsið gagngert til að láta stinga í oss nálum eftir kúnstarinnar reglum og þó svo að það eitt og sjer sje feykinóg til að kæta og bæta liggur meira að baki. Svo heppilega vill til að í þessu sama húsi eru einnig skrifstofur glanstímaritsins " Sjeð og Heyrt."

Er vjer komum út úr húsinu eftir ánægjulegar nálarstungur heyrðum vjer dálagleg öskur og læti, allt samant fyrsta flokks.

"ÞETTA ER LYGI!!!!!!!!"
"ÞÚ GETUR EKKI BIRT ÞETTA!!!!!!!!!"
"ÉG ER MIKLU KLÁRARI EN ÞÚ!!!!!!!"

Hávaðinn var það mikill að maður hefði allt eins búist við því að sjá risastórt ljón sitjandi uppi á einhverjum bílnum með galopið ginið, nagandi óheppna vegfarendur. Þetta var sem betur fer ekki ljón með flaksandi makka, heldur Geir í flaksandi frakka.

Þarna reyndist á ferð ið prúðbúna sjentilmenni Geir Ólafsson (mæli með þessari síðu gegn leiðindum, sjerstaklega myndasöfnunum) einnig nefndur "Ice Blue."

Hans frægu bláu augu skutu neistum og hann sýndi mikla stepptakta, án undirleiks. Greinilegt er að takturinn er honum í blóð borinn. Iceblue er afar raddmikill, en ekki er líklegt að hann syngi mikið næstu dagana.

Maðurinn sem varð þess heiðurs aðnjótandi að fá einkashow fyrir utan vinnuna sína var enginn annar en sannleikspostulinn Kristján Þorvaldsson, annar ritstjóra glanstímaritsins "sjed og heyrt." Var hann að vonum afar hrærður og stóð orðlaus á meðan "Iceblue" hneigði sig og tróð sjer inn í risastórann Buickinn og brunaði á braut.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst mjer ekki að klappa hann upp.

Mjer leikur grunur á að vita hvers vegna þetta fjaðrafok hafi átt sjer stað og mun því senda báðum aðilum tölvupóst, að sjálfsögðu undir dulnefni, því ekki kæri ég mig um "einkashow" fyrir utan knæpuna "VR2," nje myndir af mjer í glanstímaritinu "sjed og heyrt" uppdópuðum í fangi frægra fyrirsæta.

Ein pæling að lokum, hversu oft ætli Fjölnir og Frikki hafi æpt þarna á planinu?

Engin ummæli: