sunnudagur, 16. nóvember 2003

Ljenzherrann hefir orðið var við það að menn spyrji sig:” Hvar fást almennilegar Albertsklippingar hjer í borg?”
Þannig eru mál með vexti að feður hafa lent í sívaxandi mæli í vandræðum með að finna stað sem klippir Albertsklippingu, alltjent svo að hún sje til sóma. Slíkt er enganveginn viðunandi enda á sá dagur þegar stoltur faðir lætur klippa son sinn sinni fyrstu Albertsklippingu að vera gleðidagur. Syni sína hafa þeir því oftar en ekki klippt sjálfir og látið spúsur sínar afgreiða sig sjálfa skv munnlegum fyrirmælum.

Það er því sönn ánægja að tilkynna að samningar hafa náðst við rakarastofuna á Klapparstíg að þar fáist sómasamlegar Albertsklippingar á verði venjulegra. Nægir að hringja þangað og panta tíma og sjeu engin fyrirmæli gefin þegar í stólinn er komið klippa rakararnir þar Albertsklippingar á viðskiptavini sína og syni þeirra með bros á vör.
Andi tískugúrusins Alberts Einstein mun því svífa yfir vötnum enn um sinn.

Engin ummæli: