föstudagur, 21. nóvember 2003

Ha? risastór geimhundur?
Nei.... hin hljóðfráa rússneska þota Tupolev Tu-144.
Svona vél var send á loft á flugsýningunni í París 1973 og var myndatökumaður hafður um borð til að mynda herlegheitin. Hann var hins vegar svo önnum kafinn við iðju sína að þegar að vjelin tók smá dýfu datt hann á stjórntækin. Þegar búið var að henda honum af stýrinu og verið var að reyna að rjetta vjelina við aftur rifnaði hún í sundur undan álaginu og allir um borð, sex manns, ljetust.

Fjórtán svona vjelar voru smíðaðar og var notkun þeirra að mestu leiti hætt í kjölfar slyssins. Afdrif þessara vjela eru einkar rússnesk, nokkrar eru varðveittar, nokkrar hafa verið rifnar og ein er týnd. Bara rússum tekst að týna hljóðfrárri þotu sem til er í þrettán eintökum. Fyrir þá sem þurfa oft að flýta sjer má benda á að ein slík var til sölu á e-bay einhverntímann í kringum 2001.

Hversu klaufalegt er þetta samt, að deyja vegna þess að maður datt á stjórntækin í flugvjel.....

Engin ummæli: