mánudagur, 27. október 2003

Undanfarna daga hefir mikinn kurr sett að íslensku þjóðinni í ljósi þess að á bloggsíðu um sterkt kaffi hafi verið rætt um að Friðrik Klemenz Sóphusson kynni að sippa. Margar fínar frú fengu hiksta í kjölfar þessa og mjer send skinn af dauðum refum í pósti, þessir refir hefðu annars lafað um háls fínna frúa um næstu áramót.
En þannig voru mál með vexti að ég var á leiðinni heim úr skólanum og það vildi svo skemmtilega til að ég mæti sóma landsins sverði og skyldi, honum Friðriki Klemenz, prúðbúnum í fylgd með 8 ára kvenmanni. Akkúrat þegar ég á leið framhjá lítur Friðrik Klemenz laumulega í kringum sig og hans landsþekkta rödd sem svo oft hefir hljómað úr útvörpum og sjónvörpum mælir svo með þónokkrum pirring, eins og vegið hafi verið að mannorði hans: ,,Ég kann víst að sippa" Svo mörg voru þau orð og var Ljenzherrann af Kaffisterkt næstum búinn að hjóla á runna þegar hann heyrði þetta....

Fyrir utan það að sippa hefir Friðrik Klemenz einnig nokkuð gaman af því að sökkva hálendinu undir vatn.....

Engin ummæli: