fimmtudagur, 2. október 2003

Ég rak augun í mjög fyndið reiðhjól áðan, Fjallareiðhjól af gerðinni Trek og var Navigator 100, greinilega stílað inn á minni ævintýramenn. Mikið var það nú fyndið að sjá þetta aumingjalega hjól bera þennan volduga titil. Það held ég nú að Kristófer Kólumbus hefði ekki látið sjá sig á Navigator 100, ekki einusinni á leiðinni út í búð.
Hins vegar fær eigandi þessa hjóls eina rós í hnappagatið en hún er fyrir það að hafa sett poka yfir hnakkinn. Það vita jú allir að það er lítill sómi í því að vera Navígator, standa keikur uppi á hól og skoða ókunn svæði ef að maður er blautur í rassinn.

Landkönnuðir og aðrir ævintýragjarnir einstaklingar athugið: Á Navigator 100 er bannað að skrensa.

Engin ummæli: