fimmtudagur, 9. október 2003

Áðan fjekk ég mjer pyldu með dartöflusalati á delect.
kartöflurnar voru of lítið doðnar, en pylsan allt of mikið deikt, þannig að að meðaltali var þetta hin bezta pylda.
Á stefnuskránni er að afla Select fullgildra knæpurjettinda með öllu tilheyrandi.

Áðan gerði ég mjer þá eksersísu að skoða kjallarann á VRIII, þar leynast ýmis tæki og tól. Þetta var líkast því að vera kominn inn í bíómynd nema hvað mennirnir við tölvurnar slógu ekki allt of fast og allt of hratt á lyklaborðin. Þarna ofan í kjallaranum föndra menn ýmislegt, þeir rækta breiður af sameindateppum og eru að reyna raða og stafla upp atómum eptir eigin höfði, doktorar í kubbaleik.
Og að sjálfsögðu nota þeir ekki stækkunargler til að skoða kubbaborgirnar heldur röntgengeisla, þeir voru einmitt að skoða eina slíka þegar mig bar að garði og horfðu þeir í forundran á línurit, sem virtist vekja mikla athygli. Svo sneri einn sjer við og sagði ,, Við erum að skoða kubbaborgir, hefurðu sjeð svoleiðis???" Ég svaraði neitandi en bætti svo við að mjer þætti þrýstingur spennandi ef að það væri honum einhver sárabót. Ég reyndi þó að koma fram með skynsamlegar spurningar öðru hverju, sem var fáránlega erfitt því að það sem þessir kallar eru að gera þarna niðri er ekki í neinum tengslum við raunveruleikann.
Ljenzherrans dagar hefðu nú sennilega verið taldir ef að á hann hefði runnið berserksgangur og hann ákveðið að setja græjurnar í möbelfakta. Nei herbergið hefði sennilega fyllst af brjáluðum vísindamönnum sem hefðu sennilega heldur viljað sjá mig traktera dóttur þeirra með miklum tilþrifum heldur en að skemma tækin þeirra. Ég hefði verið veiddur í hvítan slopp, settur í óðsmannstreyju og brenndur upp til agna með "laser"geisla.

Engin ummæli: