föstudagur, 19. september 2003

Þó svo að vjer höfum eigi haft kaffi um hönd þennan daginn þá verðum vjer hreinlega að skýra frá dulitlu stórmerkilegu.
Þannig eru mál með vexti að tölvan mjer við hlið er alveg hin ágætasta tölva að flestu leyti, nema hvað skjámyndin á henni er á hvolfi. Og þar sem að þetta er yfirleitt eina tölvan sem að er laus hafa sirka 20 manns sest við þessa tölvu á þeim 20 mínútum sem ég hefi varið hjer.
Sumir snúa höfðinu á hvolf á meðan aðrir kveikja á innbyggðri valmyndinni á­ skjánum, allir rjúka burtu í fússi, eftir hálfa mínútutu eða svo. Á sama tíma færist bros yfir tvö andlit, það er mitt og þess aðila sem er búinn að vera að bíða í­ röð eftir að komast í­ tölvu. Sá sem hefir beðið valhoppar af einskærri kátínu í átt að tölvunni gjörsamlega grandalaus, sest, og leikritið endurtekur sig. Einungis annað andlitið brosir núna.
Ég vona að þessi skjár fari aldrei í viðgerð.

Engin ummæli: